Hafa samband
Þú getur haft samband við okkur í síma 570-0700, sent tölvupóst á netfangið fs@fs.is eða fyllt út formið hér að neðan.
Jafnlaunastefna fs
Félagsstofnun stúdenta leggur áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður í huga allra og að öllu starfsfólki sé tryggt jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks FS og er mannauðsstjóri ábyrgaðaraðili þess í umboði æðstu stjórnenda. FS skuldbindur sig til starfrækja jafnlaunakefi í samræmi við kröfur Jafnlaunastaðals ÍST 85:2012 og stuðla að stöðugum umbótum. Þetta felur m.a. í sér í sér reglubundnar innri úttektir, rýni stjórnenda og launagreiningar.
Tryggt skal að jafnlaunakerfið sé í samræmi við viðeigandi lög og aðrar laglegar kröfur, reglugerðir og samninga. Brugðist skal við óútskýrðum kynbundnum launamuni og skulu helstu niðurstöður kynntar starfsfólki árlega. Jafnlaunastefnan skal kynnt starfsfólki og gerð aðgengileg almenningi á heimasíðu FS.
1. júní 2023
Mannauðsstefna FS
Virk samvinna, góð þjónusta, jákvæð upplifun, markviss árangur
Félagsstofnun súdenta (FS) byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi. Mannauðstefnan byggir á fjórum gildum FS virk samvinna, góð þjónusta, jákvæð upplifun og markviss árangur sem er leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.
Markmið FS er að skapa starfsmönnum jöfn tækifæri í öruggu og heilbrigðu starfsumhverfi enda vita stjórnendur að árangur í rekstri byggist á þekkingu og metnaði starfsfólks. Þess vegna vinnur FS að því að efla starfshæfni einstaklinga og hvetja þá til að nýta eigin áhuga og frumkvæði til þroska og persónilegra framfara. Lögð er sérstök áhersla á að skapa jákvæða menningu með sterkri liðsheild, tækifærum til þróunar, hvatningu til að sýna frumkvæði, opnum skoðanaskiptum og góðri miðlun upplýsinga. Með þessum áherslum er leitast við að skapa eftirsóknarverðan vinnustað sem laðar að sér hæft starfsfólk sem vex, dafnar og axlar ábyrgð.
Mannauðstefna FS skiptist í þrjú hluta
- Mannauður
- Heilsuefling
- Vinnuvernd og öryggi
MANNAUÐUR
Mannauður FS þekking hans og færni, er mikilvægasta auðlind félagsins. Hópurinn samanstendur af ólíkum einstaklingum sem sinna mismunandi störfum og búa að ólíkri reynslu og þekkingu. Með sameiginlegum gildum stilltir hópurinn saman strengi, byggir öflugt félag og eftirsóknarverðan vinnustað með öflugri liðsheild og metnaði.
Stjórnun
Stjórnendur leitast við að laða fram það besta í starfsfólki, hvetja það og styðja með reglulegri endurgjöf og virku upplýsingaflæði. Þeir leggja sig fram um að byggja upp liðsheild sem sýnir áhuga, axlar ábyrgð og tekur virkan þátt í að byggja upp góðan vinnustað. Áhersla er lögð á góð samskipti og virkt upplýsingaflæði milli starfsmanna enda er það mikilvægur þáttur til þess að halda í gott starfsfólk. Til að ná árangri þurfa starfsmenn upplýsingar um hvernig þeir standa sig í starfi. Endurgjöf innan FS einkennist af hvatningu og hrósi fyrir góðan árangur, opinskárri og heiðarlegri umræðu og endurgjöf varðandi það sem betur má fara.
Starfsmannaval
Ólíkir einstaklinga með mismunandi reynslu og hæfileika eru lykillinn að velgengi FS. Vandað starfsmannaval tryggir að FS hefur rétt fólk á réttum stað. Metnaður er lagður í að taka vel á móti nýju samstarfsólki og veita því góðar upplýsingar og starfsþjálfun. Lögð áhersla á að nýir starfsmenn komist hratt og örugglega inn í starfið, viti til hvers er ætlast af þeim og læri þau vinnubrögð sem þarf að kunna skil á til að ná árangri. Mikilvægt að huga að fjölbreytni innan hópsins þegar staðið er frammi að velja nýjan einstakling í teymið. Þetta á bæði við innri og ytri ráðningar. Markmið FS er að hæfir starfsmenn veljist til starfa og þeir hafi metnað til að takast við þau verkefni sem bíða úrlausnar. Hjá FS skulu starfsmenn njóta sömu kjara og frá greidd sömu laun fyrir jafn verðmæt störf.
HEILSUEFLING
FS leitast við að stuðla að almennri vellíðan og góðri andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu starfsmanna sinna. Aukin vellíðan leiðir af sér aukin lífsgæði og ánægðari starfsmenn.
FS leggur áherslu á að auka þekkingu starfsmanna um mikilvægi heilsu og öryggis og leggur þar með sitt af mörkum til forvarna gegn atvinnutengdum álagseinkennum, slysum, fjarvistum og ótímabærum starfslokum vegna veikinda.
VINNUVERND OG ÖRYGGI
FS er umhugað um heilsu og öryggi starfsmanna sinna. FS býður upp á örugga og heilsusamlega vinnuaðstöðu sem frekast er kostur og leggur áherslu á að starfsmenn verndi sjálfa sig, samstarfsmenn, utanaðkomandi einstaklinga, vörur, búnað og umhverfi fyrir hvers konar skaða.
ENDURSKOÐUN
Mannauðsstefna FS er samþykkt af framkvæmdastjóra og er mannauðsstjóri eigandi hennar. Stefnan skal endurskoða á þriggja ára fresti og ber mannauðsstjóri ábyrgð á að endurskoðun eigi sér stað. Stefnan er aðgengileg starfsfólki á Workplace og heimasíðu FS.
Ársreikningur
Hér má finna samandreginn ársreikning Félagsstofnunar stúdenta árið 2023. Athugið að ársreikningur samanburðarársins 2022 er aðeins frá 01.06.2022-31.12.2022.
Hér má finna samandreginn ársreikning Félagsstofnunar stúdenta árið 2022. Athugið að ársreikningur ársins 2022 er aðeins frá 01.06.2022-31.12.2022.
Styrkir FS
FS styrkir Stúdentaráð Háskóla Íslands og félög stúdenta við HÍ með útgáfustyrkjum, í tengslum við viðburði ofl. Fylltu út formið hér að neðan til að sækja um almennan styrk.
Almennir styrkir
Sækja um starf
Starfsmenn Félagsstofnunar stúdenta erum um 150 talsins og starfa allir eftir sama leiðarljósi, sem er að auka lífsgæði stúdenta.
Gildin okkar eru fjögur:
- Virk samvinna
- Jákvæð upplifun
- Góð þjónusta
- Markviss árangur
Laus störf hjá FS eru auglýst á atvinnuleitarmiðlinum Alfreð og öðrum atvinnumiðlunum eða í atvinnuauglýsingum dagblaða. Til að leggja inn almenna umsókn eða grennslast fyrir um laus störf, sendið póst á Ingunni Elínu Sveinsdóttur, mannauðsstjóra, ingunn@fs.is
Háskólatorg
Hjarta háskólasamfélagsins
Háskólatorgið er staðsett miðsvæðis á háskólalóðinni, á milli Aðalbyggingar og íþróttahúss HÍ, en aðkoma að húsinu er einnig frá Suðurgötu. Innangengt er í bygginguna úr nokkrum byggingum á svæðinu og stutt úr öðrum. Háskólatorgið er samkomustaður stúdenta og starfsfólks HÍ og þangað sækir fjöldi fólks daglega til að hittast og nærast.
Í húsinu er að finna helstu þjónustueiningar FS og Háskóla Íslands, þjónustuborð HÍ, lesstofur, kennslu- og fyrirlestrarsali. Á torginu er svið sem nýtist fyrir stóra viðburði og salur fyrir samkomur og smærri viðburði. Davíð Skúlason, davidsk@hi.is, sér um bókanir viðburða á Háskólatorgi.
Starfsemi FS í Háskólatorgi: Skrifstofur FS og Stúdentagarða eru á 3. hæð, Bóksala stúdenta, Bókakaffi stúdenta, Kaupfélag stúdenta, Háma og Háma salatbar á 2. hæð og Stúdentakjallarinn á fyrstu hæð.