Hvað er Félagsstofnun Stúdenta?

Félagsstofnun stúdenta er sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð. FS var stofnuð með lögum nr. 33, 1968 og tók formlega til starfa 1. júní sama ár. Aðild að stofnuninni eiga allir skrásettir stúdentar við Háskóla Íslands, Háskólinn og menntamálaráðuneytið.

FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði stúdenta. Gildi FS eru: Góð þjónusta – Virk samvinna – Jákvæð upplifun – Markviss árangur.

Í stjórn FS eiga sæti fimm fulltrúar. Þrír fulltrúar eru tilnefndir af Stúdentaráði HÍ, einn af HÍ og einn af menntamálaráðuneytinu. Fulltrúar Stúdentaráðs í stjórninni nú eru Elísabet Brynjarsdóttir, stjórnarformaður, Brynhildur Bolladóttir og Pétur Urbancic Tómasson. Fulltrúi Háskólans er Baldur Þórhallsson og fulltrúi menntamálaráðuneytis er Atli Atlason. Fundi stjórnar FS sitja einnig framkvæmdastjóri FS, formaður SHÍ og áheyrnarfulltrúi starfsmanna FS. Starfsmenn eru nú um 150 talsins.

Í dag rekur FS: Bóksölu stúdenta, Leikskóla stúdenta, Stúdentagarða, Stúdentakjallarann, Hámu, Hámu Salatbar, Bókakaffi stúdenta og Kaupfélag stúdenta.

Aðalskrifstofa FS er á 3. hæð í Háskólatorginu við Sæmundargötu.
Hún er opin mánudaga – fimmtudaga kl. 9 – 16 og föstudaga kl. 9 – 12.
Sími: 5 700 700
Fax: 5 700 709
Netfang: fs@fs.is
Kennitala FS er 540169-6249.

Hafa samband

Þú getur haft samband við okkur í síma 570-0700, sent tölvupóst á netfangið fs@fs.is eða fyllt út formið hér að neðan.

    This site is protected by reCAPTCHA and the Google
    Privacy Policy and
    Terms of Service apply.

    FS í hnotskurn

    Aðalmarkmið FS er að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði stúdenta.


    Gildi FS eru:
    Góð þjónusta, virk samvinna, jákvæð upplifun og markviss árangur.

    Bóksala stúdenta útvegar háskólastúdentum námsefni og önnur aðföng til náms.

    Leikskólar stúdenta bjóða leikskólarými fyrir börn stúdenta og starfa samkv. High Scope stefnunni.

    Stúdentagarðar bjóða stúdentum við Háskóla Íslands til leigu hentugt og vel staðsett húsnæði af ýmsum stærðum og gerðum á sanngjörnu verði.

    Háma er veitingasala stúdenta á Háskólatorgi, Háskólabíói, Tæknigarði, Odda, Öskju, Eirbergi, Læknagarði, Þjóðarbókhlöðunni og í Stakkahlíð. Háma býður hollan og góðan háskólamat á lágmarksverði, heitan mat í hádeginu, súpur og fjölbreytt úrval af vörum í kælum sem framleitt er á staðnum. Háma salatbar er staðsettur á Háskólatorgi.

    Stúdentakjallarinn er kaffihús, veitinga- og skemmtistaður á Háskólatorgi. Þar hægt að fá mat og drykk frá morgni og langt fram á kvöld en þar er einnig frábær aðstaða fyrir tónleika, viðburði og annað félagslíf stúdenta.

    Bókakaffi stúdenta er kaffihús sem staðsett er í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi. Þar er selt gæðakaffi og meðlæti á stúdentaverði.

    Kaupfélag stúdenta er staðsett í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi. Þar eru seldar ýmsar gagnlegar og skemmtilegar vörur á góðu verði.

    Saga FS

    1968 - 1980

    1968  –  Félagsstofnun stúdenta tekur til starfa og tekur við rekstri Gamla Garðs og Nýja Garðs, Kaffistofu stúdenta í Aðalbyggingunni, Bóksölu stúdenta, barnaheimilisins Efri-Hlíðar og Ferðaþjónustu stúdenta.
    1971  –  Stúdentaheimilið við Hringbraut opnað. Kaffistofan í Árnagarði opnuð.
    1972  –   Matsala stúdenta hefur starfsemi. Háskólafjölritun hefur starfsemi.
    1973  –  Barnaheimilið Valhöll opnað. Kaffistofan í Lögbergi opnuð.
    1975  –  Stúdentakjallarinn tekur til starfa.
    1976  –  Hjónagarðar teknir í notkun, alls 55 íbúðir.

    1980 - 2000

    1980  –  Ferðaskrifstofa stúdenta hefur starfsemi.
    1985  –  Kaffistofan í Odda opnuð.
    1986  –  Kaffistofan í Eirbergi opnuð.
    1989  –  Vetrargarður fullbúinn, 90 íbúðir.
    1993  –  Fyrsti áfangi Ásgarða tilbúinn, 27 íbúðir.
    1994  –  Næsti áfangi Ásgarða tilbúinn, 38 íbúðir.
    1995  –  21 íbúð bætist við á Ásgörðum. Nýi Garður seldur HÍ. FS opnar leikskólann Sólgarð.
    1996  –  FS opnar leikskólann Mánagarð. 17 íbúðir bætast við á Ásgörðum. Starfsaðstoð hafin í samvinnu við Hagvang.
    1997  –  Enn einn áfangi á Ásgörðum tilbúinn, 44 íbúðir.
    1998  –  Atvinnumiðstöð stúdenta hefur starfsemi. Fyrri áfangi Skerjagarðs tekinn í notkun, 41 íbúð.
    1999  –  Seinni áfangi Skerjagarðs kemst í gagnið, 38 íbúðir. Ferðaskrifstofa stúdenta seld Samvinnuferðum-Landsýn.

    2000 - 2020

    2000  –  44 nýjar íbúðir á Ásgörðum teknar í gagnið.
    2001  –  Veitingastaðurinn Deli opnar útibú í Stúdentaheimilinu við Hringbraut.
    2001  –  Námsráðgjöf Háskóla Íslands flytur í Stúdentaheimilið við Hringbraut.
    2001  –  FS opnar nýja kaffistofu í Læknagarði.
    2001  –  Sólgarður stækkar við sig og dagvistunarrýmum fjölgar.
    2001  –  Bóksalan setur alla starfsemi sína á vefinn.
    2002  –  Efri-Hlíð verður einn af Leikskólum FS.
    2002  –  Fyrsti áfangi stóra hússins í Ásgarðahverfinu tilbúinn, 30 íbúðir.
    2002  –  Sólgarður stækkaður.
    2003  –  Síðasta húsið í Ásgarðahverfinu tilbúið, 94 íbúðir.
    2003  –  10 – 11 verslun opnuð í Ásgarðahverfinu.
    2003  –  Kaffi Náttúra opnar í Öskju.
    2005  –  Atvinnumiðstöð stúdenta og húsnæðis-, kennslu- og barnagæslumiðlun SHÍ sameinast í Stúdentamiðlun sem FS rekur.
    2005  –  Leikskólinn Efrihlíð flytur í nýtt húsnæði við Ægissíðu.
    2005  –  Byggingaframkvæmdir við Stúdentagarða við Lindargötu hefjast.
    2006  –  Leikskólinn Efrihlíð flytur í húsnæði Leikgarðs og FS tekur við rekstrinum.
    2006  –  Skuggagarðar teknir í notkun.
    2007  –  FS flytur alla starfsemi sína í Háskólatorg, opnar þar nýja Bóksölu stúdenta og nýjan veitingastað Hámu.
    2009  –  Byggingaframkvæmdir hefjast við stúdentagarða við Skógarveg.
    2009  –  Fyrstu íbúðirnar á Skógargörðum við Skógarveg teknar í notkun í desember.
    2010  –  Framkvæmdum við Skógargarða við Skógarveg lokið.
    2010 – Bóksala stúdenta opnar nýja verslun í Háskólanum í Reykjavík. 2012 – Framkvæmdir við byggingu 299 nýrra stúdentaíbúða fyrir 320 stúdenta hefjast í Vísindagarðahverfi við Vatnsmýri.
    2013 – Stúdentakjallarinn, nýr veitinga- og skemmtistaður stúdenta opnar í viðbyggingu við Háskólatorg og Háskólatorgið er stækkað.
    2013 – Bókakaffi stúdenta opnar á Háskólatorgi.
    2013 – Oddagarðar teknir í notkun. 299 leigueiningar fyrir einstaklinga og barnlaus pör.
    2013 – Kaupfélag stúdenta opnar í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi.
    2014 – Gamli Garður endurnýjaður.
    2014 – Háma heimshorn opnar í Tæknigarði.
    2014 – Bíó Háma opnar í Háskólabíói.
    2015 – Byggingaframkvæmdir hefjast við nýja Stúdentagarða í Brautarholti.
    2015 – Endurnýjun Hjónagarða hafin.
    2016 – Háma salatbar opnar á Háskólatorgi.
    2016 – Nýir Stúdentagarðar við Brautarholt teknir í notkun.
    2016 – Endurnýjun íbúða á Hjónagörðum lýkur.
    2017 – Kaffistofu stúdenta í Árnagarði breytt í Hámu.
    2017 – Rekstur hafinn á Student Hostel yfir sumartímann á Gamla Garði.
    2017 – Kaffistofu stúdenta í Eirbergi breytt í Hámu.
    2017 – Framkvæmdir hefjast við nýja stúdentagarða við Sæmundargötu 21.
    2018 – Kaffistofu í Læknagarði breytt í Hámu.
    2018 – Leikskólinn Mánagarður stækkaður í 128 barna leikskóla.
    2018 – Félagsstofnun stúdenta fagnar 50 ára afmæli.
    2019 – Framkvæmdir hefjast við stækkun Gamla Garðs.
    2020 – Mýrargarður, Sæmundargötu 21, tekinn í notkun. 244 leigueiningar fyrir einstaklinga og barnlaus pör.
    2020 – Kaffistofum í Odda og Öskju breytt í Hámu.
    2020 – Háma tekur við rekstri kaffiteríu í Þjóðarbókhlöðu.
    2020 – Dýragarðar, Eggertsgata 18, á Stúdentagörðum tekinn í notkun. 18 leigueiningar fyrir einstkalinga, pör og fjölskyldur.

    2021-

    2021 – Endurnýjun íbúða á Vetrargarði hefst.
    2021 – Nýbygging við Gamla Garðs tekin í notkun. 69 leigueiningar fyrir einstaklinga.
    2021 – Eggertsgata 16 tekin í notkun fyrir Dýragarða. 20 leigueiningum bætt við fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur.
    2021 – Samningur undirritaður um kaup Félagsstofnun stúdenta og Ríkissjóðs Íslands á Hótel Sögu.
    2022 – Breytingum á íbúðum á Skerjagarði lýkur. Uppsetning bakaraofns og eyju í eldhúsi.
    2022 – Framkvæmdir við stúdentagarða á Sögu, Hagatorgi 1, hefjast.
    2022 – Viljayfirlýsing um uppbyggingu húnæðis fyrir stúdenta undirrituð. Samþykkt lóðarvilyrði fyrir allt að 12 íbúðir við Vatnsstíg og 239 íbúðir á fjórum lóðum sem gert er ráð fyrir að verði úthlutað á árunum 2025-2028.
    2022 – Viljayfirlýsing vegna byggingarinnar Stapa við Hringbraut 31 undirrituð.
    2022 – Framkvæmdir við Lindargötu 44 hefjast.
    2022 – Stærsta haustúthlutun Stúdentagarða til þessa – 512 leigueiningum úthlutað til rúmlega 550 stúdenta.
    2022 – Stækkun leikskólans Sólgarðs við Eggertsgötu 12-14 hefst.
    2022 – Morgunbar Hámu opnar á Háskólatorgi.
    2022 – Ný heimasíða Stúdentagarða tekin í notkun.
    2022 – 15 ára afmælis Háskólatorgs fagnað.
    2022  10 ára afmælis Stúdentakjallarans fagnað.
    2023 – 55 ára afmælis Félagsstofnunar stúdenta fagnað með fjölbreyttum hætti allt árið.
    2023 – Gæludýrhald leyft á Eggertsgötu 26 og 28.
    2023 – 111 stúdíóíbúðir teknar í notkun á Sögu, Hagatorgi 1.
    2023 – Leikskólarnir Leikgarður og Sólgarður sameinaðir í einn undir nafni Sólgarðs á Eggertsgötu 12-14.
    2023 – Matarspori komið upp í Hámu á Háskólatorgi.
    2023 – Endurnýjun íbúða á Vetrargarði, Eggertsgötu 6-10 lýkur. 
    2023 – Endurnýjun íbúða á Ásgörðum hefst.
    2023 – 10 einstaklingsíbúðir teknar í notkun á Lindargötu, auk samkomusalarins Skuggagils fyrir íbúa Skuggagarða.

     

    Spurt og svarað

    Bóksala stúdenta

    Hvenær er bóksala stúdenta opin?

    Hún er opin kl. 9 – 18 virka daga, kl. 9 – 17 á sumrin en lengur í kring um próf og fyrir jól. Sjá nánar hér

    Háma

    Hvernig fæ ég upplýsingar um veitingar sem hægt er að fá á fundi og í veislur frá Hámu?

    Sendu póst á hama@fs.is

    Hvernig panta ég veitingar?

    Smelltu hér

    Með hve löngum fyrirvara þarf að panta veitingar?

    Fyrir hádegi daginn áður fyrir smærri fundi (10 manns). Með lengri fyrirvara fyrir stærri fundi/veislu. Sendið póst á hama@fs.is til að fá nánari upplýsingar.

    Leikskólar stúdenta

    Samkvæmt hvaða stefnu er unnið á Leikskólum stúdenta?

    Leikskólarnir starfa samkv. HighScope stefnunni. Nánari upplýsingar má finna hér

    Hverjir mega sækja um vistun fyrir börn sín á Leikskólum stúdenta?

    Ungbarnaskólarnir eru eingöngu fyrir börn stúdenta við HÍ. Allir geta sótt um á Mánagarði.

    Hvað þarf ég að vera í mörgum einingum til að fá námsmannaafslátt?

    Afslátt af námsgjaldi fá hjón og sambúðarfólk sem bæði uppfylla eftirtalin skilyrði:

    Eru í háskólanámi og skráðir í að lágmarki 22 ECTS einingar á önn. Taka þarf fram á vottorði frá skóla að um fullt nám sé að ræða.

    Eru í framhaldsskóla og skráðir í fullt nám að lágmarki 15 einingar á önn.

    Skila skal skólavottorði fyrirfram fyrir hverja önn þar sem fram koma upplýsingar um einingafjölda og staðfesting á því að um fullt nám sé að ræða.

    Nám sem tekið er gilt er það sama og nám sem lánshæft er hjá LÍN.

    Þurfa foreldrar að skila ákveðnum einingafjölda til að halda plássi fyrir börn á leikskólunum?

    Forsendur fyrir leikskólavist eru að foreldrar skili eðlilegri námsframvindu. Námsframvinda telst vera eðlileg ef foreldri lýkur a.m.k. 40 einingum á ári, eða 2/3 hlutum þess náms sem viðkomandi deild eða skor telur vera eins árs nám. Þar af þarf að ljúka a.m.k. 18 einingum á haustönn.Þó eru undantekningar á þessu, t.d. ritgerðaskrif, doktorsnám o.fl. Best er að vera í sambandi við leikskólastjóra ef ekki er hægt að uppfylla þessi skilyrði.

    Hvenær má sækja um fyrir barn á ungbarnaleikskóla?

    Þegar barnið hefur fengið kennitölu.

    Er systkinaafsláttur?

    Já, en mismunandi eftir sveitarfélögum. Hafið samband við viðkomandi sveitarfélag og/eða leikskólastjóra til að fá nánari upplýsingar.

    Fyrir hvaða aldur eru leikskólarnir?

    Sólgarður er ungbarnaleikskólar fyrir 6 mánaða til tveggja ára. Mánagarður er fyrir hefðbundinn leikskólaaldur.

    Hvar sæki ég um?

    Mánagarður

    Sólgarður

    Er boðið upp á hálfs dags vistun?

    Eingöngu er boðið upp á 8 tíma vistun (8 – 16) á ungbarnaskólunum en hægt er að velja 8, 8,5 eða 9 tíma vistun á Mánagarði.

    Sjá nánar á hér

    Stúdentagarðar

    Smelltu hér til að sjá algengar spurningar og svör.

    Stúdentakjallarinn

    Er hægt að bóka borð?

    Hægt er að bóka langborðið fyrir matargesti ef 10 eða fl. munu mæta. Til að bóka sendið póst á studentakjallarinn@fs.is

    Hvernig bóka ég viðburð?

    Sendu tölvupóst á studentakjallarinn@fs.is

    Starfsfólk FS

    Aðalskrifstofa FS

    fs@fs.is

    Guðrún Björnsdóttir

    Framkvæmdastjóri

    gudrun@fs.is

    Ingunn Elín Sveinsdóttir

    Mannauðsstjóri

    ingunn@fs.is

    Ólöf Dröfn Matthíasdóttir

    Aðalbókari og innra eftirlit

    olof@fs.is

    Valdís Elísdóttir

    Launa- og mannauðsfulltrúi

    valdis@fs.is

    Heiður Anna Helgadóttir

    Upplýsingafulltrúi

    heidur@fs.is

    Bryndís Pétursdóttir

    Bókari

    bryndis@fs.is

    Stúdentagarðar

    studentagardar@fs.is

    Heiður Anna Helgadóttir

    Þjónustustjóri og upplýsingafulltrúi

    heidur@fs.is

    Signý Gísladóttir

    Þjónustufulltrúi og innheimtustjóri

    signy@fs.is

    Julita Irena Figlarska

    Þjónustufulltrúi

    julita@fs.is

    Gunnar Ellert Peiser Ívarsson

    Rekstrarstjóri – Umsjón fasteigna

    gunnarellert@fs.is

    Svanur Smith

    Umsjónarmaður – Umsjón fasteigna

    svanur@fs.is

    Magnús Orri Einarsson

    Tæknistjóri, nýframkvæmdir og viðhald

    magnus@fs.is

    Bóksala stúdenta

    boksala@boksala.is

    Anna Lára Árnadóttir

    Verslunarstjóri

    annalara@boksala.is

    Reinharð Reinharðsson

    Innkaup bóka

    reinhard@boksala.is

    Kristrún Rúnarsdóttir

    Afgreiðsla

    kristrun@boksala.is

    Edda Sól Ólafsdóttir Arnholtz

    Afgreiðsla

    edda@boksala.is

    Veitingasala: Háma og Stúdentakjallarinn

    hama@fs.is, studentakjallarinn@fs.is

    Ari Már Heimisson

    Yfirkokkur í Hámu

    ari@fs.is

    Agnes Huld Ragnarsdóttir

    Birgðabókhald

    agnes@fs.is

    Halldór Guðmundsson

    Yfirmaður á bar, bókun viðburða í Stúdentakjallara

    halldor@fs.is

    Marcin Nowakowskin

    Yfirmaður í eldhúsi Stúdentakjallara

    marcin@fs.is

    Leikskólar stúdenta

    Sigríður Stephensen

    Leikskólastjóri ungbarnaleikskólans Sólgarðs

    sigridur@fs.is

    Ásta Rós Snævarsdóttir

    Aðstoðarleikskólastjóri ungbarnaleikskólans Sólgarðs

    astaros@fs.is

    Soffía Emelía Bragadóttir

    Leikskólastjóri Mánagarði

    soffia@fs.is

    Íris Dögg Jóhannesdóttir

    Aðstoðarleikskólastjóri Mánagarði

    iris@fs.is

    Jafnlaunastefna fs

    Félagsstofnun stúdenta leggur áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður í huga allra og að öllu starfsfólki sé tryggt jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

    Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks FS og er mannauðsstjóri ábyrgaðaraðili þess í umboði æðstu stjórnenda. FS skuldbindur sig til starfrækja jafnlaunakefi í samræmi við kröfur Jafnlaunastaðals ÍST 85:2012 og stuðla að stöðugum umbótum. Þetta felur m.a. í sér í sér reglubundnar innri úttektir, rýni stjórnenda og launagreiningar.

    Tryggt skal að jafnlaunakerfið sé í samræmi við viðeigandi lög og aðrar laglegar kröfur, reglugerðir og samninga. Brugðist skal við óútskýrðum kynbundnum launamuni og skulu helstu niðurstöður kynntar starfsfólki árlega. Jafnlaunastefnan skal kynnt starfsfólki og gerð aðgengileg almenningi á heimasíðu FS.

    1. júní 2023

    Mannauðsstefna FS

    Virk samvinna, góð þjónusta, jákvæð upplifun, markviss árangur

    Félagsstofnun súdenta (FS) byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi. Mannauðstefnan byggir á fjórum gildum FS virk samvinna, góð þjónusta, jákvæð upplifun og markviss árangur sem er leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.

    Markmið FS er að skapa starfsmönnum jöfn tækifæri í öruggu og heilbrigðu starfsumhverfi enda vita stjórnendur að árangur í rekstri byggist á þekkingu og metnaði starfsfólks. Þess vegna vinnur FS að því að efla starfshæfni einstaklinga og hvetja þá til að nýta eigin áhuga og frumkvæði til þroska og persónilegra framfara. Lögð er sérstök áhersla á að skapa jákvæða menningu með sterkri liðsheild, tækifærum til þróunar, hvatningu til að sýna frumkvæði, opnum skoðanaskiptum og góðri miðlun upplýsinga. Með þessum áherslum er leitast við að skapa eftirsóknarverðan vinnustað sem laðar að sér hæft starfsfólk sem vex,  dafnar og axlar ábyrgð.

    Mannauðstefna FS skiptist í þrjú hluta

    1. Mannauður
    2. Heilsuefling
    3. Vinnuvernd og öryggi

    MANNAUÐUR

    Mannauður FS þekking hans og færni, er mikilvægasta auðlind félagsins. Hópurinn samanstendur af ólíkum einstaklingum sem sinna mismunandi störfum og búa að ólíkri reynslu og þekkingu. Með sameiginlegum gildum stilltir hópurinn saman strengi, byggir öflugt félag og eftirsóknarverðan vinnustað með öflugri liðsheild og metnaði.

    Stjórnun

    Stjórnendur leitast við að laða fram það besta í starfsfólki, hvetja það og styðja með reglulegri endurgjöf og virku upplýsingaflæði. Þeir leggja sig fram um að byggja upp liðsheild sem sýnir áhuga, axlar ábyrgð og tekur virkan þátt í að byggja upp góðan vinnustað. Áhersla er lögð á góð samskipti og virkt upplýsingaflæði milli starfsmanna enda er það mikilvægur þáttur til þess að halda í gott starfsfólk. Til að ná árangri þurfa starfsmenn upplýsingar um hvernig þeir standa sig í starfi. Endurgjöf innan FS einkennist af hvatningu og hrósi fyrir góðan árangur, opinskárri og heiðarlegri umræðu og endurgjöf varðandi það sem betur má fara.

    Starfsmannaval

    Ólíkir einstaklinga með mismunandi reynslu og hæfileika eru lykillinn að velgengi FS. Vandað starfsmannaval tryggir að FS hefur rétt fólk á réttum stað. Metnaður er lagður í að taka vel á móti nýju samstarfsólki og veita því góðar upplýsingar og starfsþjálfun. Lögð áhersla á að nýir starfsmenn komist hratt og örugglega inn í starfið, viti til hvers er ætlast af þeim og læri þau vinnubrögð sem þarf að kunna skil á til að ná árangri. Mikilvægt að huga að fjölbreytni innan hópsins þegar staðið er frammi að velja nýjan einstakling í teymið. Þetta á bæði við innri og ytri ráðningar. Markmið FS er að hæfir starfsmenn veljist til starfa og þeir hafi metnað til að takast við þau verkefni sem bíða úrlausnar. Hjá FS skulu starfsmenn njóta sömu kjara og frá greidd sömu laun fyrir jafn verðmæt störf.

    HEILSUEFLING

    FS leitast við að stuðla að almennri vellíðan og góðri andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu starfsmanna sinna.  Aukin vellíðan leiðir af sér aukin lífsgæði og ánægðari starfsmenn.

    FS leggur áherslu á að auka þekkingu starfsmanna um mikilvægi heilsu og öryggis og leggur þar með sitt af mörkum til forvarna gegn atvinnutengdum álagseinkennum, slysum, fjarvistum og ótímabærum starfslokum vegna veikinda.

    VINNUVERND OG ÖRYGGI

    FS er umhugað um heilsu og öryggi starfsmanna sinna. FS býður upp á örugga og heilsusamlega vinnuaðstöðu sem frekast er kostur og leggur áherslu á að starfsmenn verndi sjálfa sig, samstarfsmenn, utanaðkomandi einstaklinga, vörur, búnað og umhverfi fyrir hvers konar skaða.

    ENDURSKOÐUN

    Mannauðsstefna FS er samþykkt af framkvæmdastjóra og er mannauðsstjóri eigandi hennar. Stefnan skal endurskoða á þriggja ára fresti og ber mannauðsstjóri ábyrgð á að endurskoðun eigi sér stað. Stefnan er aðgengileg starfsfólki á Workplace og heimasíðu FS.

    Ársreikningur

    Hér má finna samandreginn ársreikning Félagsstofnunar stúdenta árið 2023. Athugið að ársreikningur samanburðarársins 2022 er aðeins frá 01.06.2022-31.12.2022.

    Hér má finna samandreginn ársreikning Félagsstofnunar stúdenta árið 2022. Athugið að ársreikningur ársins 2022 er aðeins frá 01.06.2022-31.12.2022.

    Styrkir FS

    FS styrkir Stúdentaráð Háskóla Íslands og félög stúdenta við HÍ með útgáfustyrkjum, í tengslum við viðburði ofl. Fylltu út formið hér að neðan til að sækja um almennan styrk.

    Almennir styrkir

      This site is protected by reCAPTCHA and the Google
      Privacy Policy and
      Terms of Service apply.

      Sækja um starf

      Starfsmenn Félagsstofnunar stúdenta erum um 150 talsins og starfa allir eftir sama leiðarljósi, sem er að auka lífsgæði stúdenta.

      Gildin okkar eru fjögur:

      • Virk samvinna
      • Jákvæð upplifun
      • Góð þjónusta
      • Markviss árangur

      Laus störf hjá FS eru auglýst á atvinnuleitarmiðlinum Alfreð og öðrum atvinnumiðlunum eða í atvinnuauglýsingum dagblaða. Til að leggja inn almenna umsókn eða grennslast fyrir um laus störf, sendið póst á Ingunni Elínu Sveinsdóttur, mannauðsstjóra, ingunn@fs.is

      Háskólatorg

      Hjarta háskólasamfélagsins

      Háskólatorgið er staðsett miðsvæðis á háskólalóðinni, á milli Aðalbyggingar og íþróttahúss HÍ, en aðkoma að húsinu er einnig frá Suðurgötu. Innangengt er í bygginguna úr nokkrum byggingum á svæðinu og stutt úr öðrum. Háskólatorgið er samkomustaður stúdenta og starfsfólks HÍ og þangað sækir fjöldi fólks daglega til að hittast og nærast.

      Í húsinu er að finna helstu þjónustueiningar FS og Háskóla Íslands, þjónustuborð HÍ, lesstofur, kennslu- og fyrirlestrarsali. Á torginu er svið sem nýtist fyrir stóra viðburði og salur fyrir samkomur og smærri viðburði. Davíð Skúlason, davidsk@hi.is, sér um bókanir viðburða á Háskólatorgi.

      Starfsemi FS í Háskólatorgi: Skrifstofur FS og Stúdentagarða eru á 3. hæð, Bóksala stúdenta, Bókakaffi stúdenta, Kaupfélag stúdenta, Háma og Háma salatbar á 2. hæð og Stúdentakjallarinn á fyrstu hæð.