Bóksala stúdenta er staðsett á Háskólatorgi. Verslunin er opin öllum. Í henni má finna fjölbreytt úrval af bókum, ritföngum og gjafavöru. Bókakaffi stúdenta og Kaupfélag stúdenta eru staðsett í Bóksölunni.
Háma býður fjölbreytt úrval af mat og drykk við allra hæfi á lágmarksverði. Háma er staðsett á Háskólatorgi, í Tæknigarði, Háskólabíói, Læknagarði, Eirbergi, Stakkahlíð, Odda, Þjóðarbókhlöðunni og Öskju og Háma Salatbar á Háskólatorgi.
Stúdentakjallarinn er veitinga- og skemmtistaður. Hann er staðsettur á Háskólatorgi. Þar er aðstaða fyrir tónleika og viðburði. Eldhús og bar eru opin frá morgni til kvölds alla daga vikunnar með fjölbreyttu úrvali af mat og drykkjum.
Nánar um StúdentakjallarannÁ Stúdentagörðum er líflegt og skemmtilegt samfélag háskólanema og fjölskyldna þeirra. Garðarnir er af ýmsum stærðum og gerðum og sniðnir að þörfum íbúanna.
Félagsstofnun stúdenta rekur þrjá leikskóla sem staðsettir eru á Stúdentagörðum við Eggertsgötu.